Elísabet Ásberg er fædd í Keflavík 1967. Náttúran og fólk eru Elísabetu innblástur og notast hún við málma og ýmis náttúruleg efni í sínum verkum. Elísabet túlkar hugarheim sem hún tengir oftar en ekki við tilfinningar og hefur túlkað hugtökin “Jafnvægi”, “Kjarni”, “Krossgötur” og “Flæði” í mörgum verkum sínum.
Heimabær hennar, Keflavík, skartar stóru útilistaverki eftir Elísabetu og einnig á hún stórt verk sem var sérhannað fyrir EFTA dómshúsið í Lúxembourg.