Ingibjörg útskrifaðist með BA-gráðu frá leirlistadeild Listháskóla Íslands árið 2000, einnig hefur hún sótt leirnámskeið hjá Steinunni Marteins og stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs.
Ingibjörg kýs að vinna mikið með postulín og gler. Munir hennar eru stórir og smáir, bæði skúlptúrar og nytjahlutir.