Skip to main content
Close Search
Gallerí List
search
Menu
  • Listamenn
  • Fróðleikur
  • Um okkur
    • Um Galleríið
    • Staðsetning
    • Fréttir
  • Hafa samband
  • English
  • search
  • Menu

Olíumálning

    Share
    Share Share Share Pin
    Love0

Saga olíumálningar nær allt aftur til 12. aldar þó að yfirleitt sé talað um að hún hafi komið fram á endurreisnartímanum. Oftast er talað um Jan van Eyck sem þann sem notaði olíumálningu fyrst.
Olíumálning er eins og nafnið gefur til kynna málning sem innheldur olíu. Ekki er hægt að blanda hvaða olíu sem er við litaduft en þær sem oftast eru notaðar eru: hörfræjaolía, valhnetuolía og valmúaolía. Hörfræjaolían þornar hraðast af þessum þremur, á nokkrum dögum, en hefur þann galla að gefa gulleitan blæ í litinn.

Olíumálning er lengi að þorna en eftir að hún hefur gert það endist hún vel og einmitt vegna þornunartímans er hægt að leika sér með liti og áferð í verkinu. Það er til dæmis mjög auðvelt að bera hana á striga án þess að það komi för eftir pensilinn. Liturinn er einnig mjög skarpur og tær í olíumálningu og heldur styrk sínum frekar lengi.

Á endurreisnar og barok tímanum var hörfræjaolía mest notuð við blöndun lita, vegna þess hve hægt málningin þornaði gátu málarar leyft sér mun frjálsari aðferðir við málun verka sinna. Þeir þurftu ekki lengur að frumvinna alla myndina í skissum og teikna hana á strigann áður en hún var máluð á, með tilkomu þessarar tækni var hægt að breyta myndinni ef eitthvað truflaði, þá var hægt að skrapa burt og bæta við það sem vantaði inn á verkið.

Seinna var farið að bæta þurrkefni við olíuna til að hún þornaði hraðar, þá gat verið að það tæki nokkra tíma í staðinn fyrir nokkra daga fyrir málninguna að þorna. Þá var enn frekar hægt að stjórna áferð málningarinnar á ákveðnum flötum verksins með því að hafa misþunna máningu við höndina.

Allir endurreisnarmálararnir sem og barokk málararnir nýttu sér olíumálninguna, sem dæmi mætti nefna Leonardo da Vinci (1452-1519) og feneyinginn Titian (1490-1576). Da Vinci var mikill uppfinningamaður og dæmi eru um að verk eftir hann grotni hraðar niður vegna ýmissa efnafræðitilrauna í sambandi við bindiefni í málningunni sem hann notaði.

Ýtarefni um olíumálningu: Grove Art Online, www.groveart.com, Kleiner, Mamiya og Tansey, 200. Gardner’s Art through the ages. Harcourt College Publishers, New York.

  • Previous Project
  • Next Project
Skrá mig á póstlistann Já Takk >

Velkomin í Skipholt 50A

Eitthvað alveg einstakt!

Gallerí List sérhæfir sig í einstökum verkum eftir einstaka listamenn. Hjá okkur finnur þú eitthvað alveg einstakt!

Að jafnaði eru verk eftir 60 til 80 listamenn til sýnis og lögð er áhersla á að þjóna sem breiðustum hópi viðskiptavina. Við erum með listaverk í öllum verðflokkum.

Opnunartímar

Mánudaga til föstudaga kl. 11-18
Laugardaga kl. 11-16

Hafa samband

Vinsamlega hafið samband með tölvupósti á gallerilist@gallerilist.is eða í síma 581 4020

ABOUT SALIENT

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Sed in euismod nisi.
Cras at ultrices erat, sed vulputate eros. Nunc at augue gravida est fermentum vulputate. Pellentesque et ipsum in dui malesuada tempus. Donec pellentesque.

Instagram

Instagram has returned invalid data.

Fylgstu með :-)

Vertu vinur okkar á Facebook

Facebook Pagelike Widget

Vefsíðugerð og hýsing | Allra Átta

  • facebook
Close Menu
  • Listamenn
  • Fróðleikur
  • Um okkur
    • Um Galleríið
    • Staðsetning
    • Fréttir
  • Hafa samband
  • English

VELKOMIN Í GALLERÍLIST

  • Listamenn
  • Fróðleikur
  • Um okkur
    • Um Galleríið
    • Staðsetning
    • Fréttir
  • Hafa samband
  • English
  • facebook
  • instagram

eitthvað alveg einstakt!