Bergrún Íris Sævarsdóttir
Bergrún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði úr Háskóla Íslands árið 2009, lauk diplómanámi í teikningu frá Myndlistarskóla Reykjavíkur árið 2013 og sótti sumarskóla í barnabókagerð í Anglia Rushkin, Cambridge School of Art.
Samhliða náminu stýrði hún tveimur þáttaröðum af hönnunar- og lífstílsþættinum Innlit/Útlit á Skjá Einum en hún er mikill fagurkeri.
Bergrún Íris hefur myndskreytt fjölda barnabóka og námsefni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.
Loftbelgir Bergrúnar sem fást hjá Gallerí List koma í takmörkuðu upplagi og getur hver mynd orðið einstök vilji fólk fá nöfn eða annað áletrað á verkið.