Arthur Ragnarsson
Arthur Ragnarsson er Siglfirðingur og vinnur við list sína í Svíþjóð og Finnlandi. Listamaðurinn hefur frá æsku sinni haft aðgang að hugsunarheimi eldri kynslóða myndskreyttan af hjátrú og goðsögum. Sá heimur fylgdi honum sem ungum manni til sjós þar sem draugar og forynjur fylgdu með um borð og tóku þátt í baráttu áhafnar og náttúruafla. Næmni listamannsins fyrir annarri vídd í tilverunni beindi honum jafnframt inn í tónlistar- og leiklistarlífið þar sem draumar, ímyndunarafl og sköpun knýr seiðandi heim. Orkan frá þessum heimum er boðskapur listamannsins og fleytir myndheimi hans á braut tilvistarlega þanka.
Myndheimur Arthurs fangar fjölbreytni tilfinningalífsins og færir forn máttarvöld inn í samtímann. Verk listamannsins er sprottinn úr skynrænum vinnubrögðum og leikin af fingrum fram í ljóðrænni einlægni. Reynsla og hugarflug blandast hita augnabliksins og við sjóndeildarhringinn, þar sem fortíð er horfin og framtíð er óljós fer listamaðurinn út í óvissu þess sem verða skal. Á þessum landamærum er engins manns land fortíðar og framtíðar sem rúmar mikið pláss fyrir hið órannsakanlega í tilverunni. Þar vaknar fegurðin við að vita ekki hvað tekur við. Í frumlegum einfaldleika myndvinnslunnar kemur fram ákveðin lýsing á okkar eigin tilvist og listamaðurinn teiknar upp tifandi myndheim sem leiðir hugann í samhljóm tilverunnar.
Nám
1977-1981 Myndlista- og handíðaskóla Íslands
Sýningar
2022 Gallery SIM Reykjavík Iceland.
2021 Fabriken Nya, Göteborg Sweden.
2021 Produzenten Gallerie Plan-d, Dusseldorf Germany.
2021 Galleri K, Vantaa Finland.
2021 Makers Gallery, Vasa, Finland
2020 Berchtoldvilla, Salzburg, Austria
2020 Galleri Backlund, Göteborg, Sverige
2019 Vuotalo Gallery Helsinki Finland
2019 Galerie Plan.d, Düsseldorf Tyskland
2019 Gallery K, Vantaa Finland
2018 Galerie Plan.d, Düsseldorf Tyskland
2018 Galleri Backlund, Göteborg, Sverige
2018 Gjutars Artist House, Helsinki, Finland
2018 Galleri Backlund, Göteborg Sverige
2016 Galerie Plan.d, Düsseldorf Tyskland
2015 Varbergs Konsthall, Sverige
2014 Galerie Plan.d, Düsseldorf Tyskland
2013 Ringhals kärnkraftverk Sverige
2012 Tofta konstgalleri Varberg Sverige
2012 Galerie Plan.d, Düsseldorf Tyskland