Ásgeir Smári
Ásgeir Smári er þekktastur fyrir verk sín þar sem hann málar hús og fólk og hefur svæði 101 Reykjavík þá oftar en ekki orðið fyrir valinu.
Ásgeir Smári er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1974-1978 og síðar við listaskólann Freie Kunstschule í Stuttgart Þýskalandi.
Hann hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi, Danmörku, Þýskalandi og víðar. Fjöldi verka eftir hann er í opinberri eigu sem og í eigu stærri fyrirtækja.
Nám
1977 Myndlista-og handíðaskóli Íslands Reykjavík Ísland
1977 Freie Kunstschule, Stuttgart
1980 Myndlista- og handíðaskóli Íslands Reykjavík Ísland
Einkasýningar
1979 Á næstu grösum Gallery, Reykjavik
1980 Gallery Djúpið, Reykjavík
1982 Ásmundarsalur Gallery, Reykjavík
1983 Ásmundarsalur Gallery, Reykjavík
1985 Gallery Hlaðvarpinn, Reykjavík
1985 Gallery Hlaðvarpinn, Reykjavík
1988 Gallery Undir Pilsfaldinum, Reykjavik
1990 Gallery Borg, Reykjavík
1991 Gallery Borg, Reykjavík
1992 Cafe Clikk, Copenhagen
1993 Birkerod radhus, Copenhagen
1993 Gallery Borg, Reykjavík
1994 Gallery Fold, Reykjavík
1997 Bocholt Gescher, Germany
1997 Kreissparkasse Borken in Gescher, Germany
1998 Borken in Ahus, Germany
1999 Smiðjan, Reykjavik
Ásgeir Smári heldur aðra sýningu sína í Gallerí List 3. desember 2011 sem hann nefnir „Plássið”
Það var sönn ánægja að tilkynna að listamaðurinn Ásgeir Smári skyldi opna málverkasýningu sína „Sjónarhorn” í nóvember 2008.
Eftirspurn eftir verkum hans hefur verið gríðarleg undanfarin ár og hefur hann engan veginn getað annað eftirspurn. Þess ber að geta að þetta var aðeins önnur sýning hans á Íslandi, frá því hann flutti aftur til landsins árið 2000.
Yfirlitsmyndir frá sýningunni í nóvember 2008