Nám
Elsa Nielsen útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður árið 1999 og er meðlimur í Félagi íslenskra teiknara. Elsa vinnur verk sín í ýmsum miðlum, hún teiknar, málar og vinnur einnig með blandaða tækni.
Nýjustu verk Elsu í Gallerí List eru unnin með stafrænni tækni þar sem mörgum ljósmyndum er skeytt saman í eina heild svo mörk hins raunverulega og hins óraunverulega mást út í meðförum listamannsins. Elsa lætur ímyndunaraflið ráða ferðinni og fær áhorfandann til að sjá þekkt kennileiti í nýju ljósi. Verkin eru í ýmsum stærðum.
Sýningar
Feb. 2005 Kaffi Sólin
Nov. 2005 Gallerí List
Okt. 2006 Gallerí Stígur
Sep. 2008 Gallerí List
Elsa hélt sína aðra sýningu í Gallerí List í september 2008.