Hildur Clausen
Hildur lauk námi frá Listaháskóla Íslands, myndlistardeild árið 2007 og er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Hildur hefur dálæti af fjallgöngum en einnig iðkar hún jóga og hugleiðslu. Í verkum sínum fæst Hildur við íslensku fjöllin, hálendið og kyrrðina þar sem hún myndgerir raunveruleikann sem verður á vegi hennar. Náttúran endurspeglast í verkunum með þeirri efnismeðferð, litanotkun og tæknilegri hæfni sem hún býr að.
Nám:
Listaháskóli Íslands, Kennsluréttindi í sjónlistum. 2007-2008
Listaháskóli Íslands, Myndlistardeild. 2004-2007.
Myndlistarskóli Reykjavíkur, Fornám. 2003-2004.
Myndlistarskóli Reykjavíkur. Ýmis námskeið. 2001-2003.