Jón Ingi Sigurmundsson er fæddur 1934 á Eyrarbakka og uppalinn þar. Fyrsti kennari hans í myndlist var Jóhann Briem, en síðan hefur Jón Ingi sótt mörg námsskeið í myndlist m.a. sótt nám hjá Ulrik Hoff í Kaupmannahöfn , hjá Ron Ranson vatnslitamálara í Englandi og Keith Hornblower á námskeiði í Myndlistaskóla Kópavogs.
Jón Ingi hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið fjölmargar einkasýningar, þar af 11 á Eyrarbakka og 9 í Eden. Hann hefur aðallega unnið með olíu- og vatnsliti. Fjöldi mynda Jóns Inga er í eigu einkaaðila, auk ýmissa fyrirtækja og stofnana m.a. í Listasafni Árnessýslu og Listasafni Landsbankans.
Jón Ingi fékk menningarviðurkenningu Árborgar 2011.