Gallerí List er elsta starfandi gallerí á Íslandi stofnað 1987.
Frá stofnun hefur markmið þess verið að sýna þverskurð hefðbundinna listforma, þ.e. grafík, þrykk, vatnslita- og olíumyndir ásamt munum úr postulíni, leir og gleri.
Úrval listmuna er mikið og á það jafnt við um myndlist og aðra listmuni.
Að jafnaði eru verk eftir 60 til 80 listamenn til sýnis, lögð er áhersla á að þjóna sem breiðustum hópi viðskiptavina og vera með verk í öllum verðflokkum.