Þórdís Elín Jóelsdóttir
Þórdís Elín er útskrifuð úr grafíkdeild Myndlista-og handíðaskóla Ísland og hefur eingöngu unnið að myndlistinni frá árinu 1994.
Verk hennar eru unnin á koparplötu og ættar í sýru, þrykktar á Salland pappír og síðan handlitaðar með vatnslit, svo engin þeirra er í rauninni alveg eins. Upplagið er aldrei fleiri en 25 eintök.
Myndlistarnám
1982-1985 Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, listasvið
1985-1988 Myndlista- og handíðaskóli Íslands,grafíkdeild
Einkasýningar
1994 Kaffi Krókur, Sauðárkróki
1995 Stöðlakot
1995 Gallerí Úmbra
1996 ASH Gallerí, Varmahlíð
1996 Gallerí Fold – kynningarhorn
1998 “Boðið til veislu” Sýning vinnustofu.
1999 Listfléttan, Akureyri – listamaður febrúarmánaðar
2000 IS-KUNST, Oslo, Noregi
2000 Við árbakkann, Blönduósi
2003 Við árbakkann, Blönduósi
Samsýningar
1988 Stúdentakjallarinn
1988 Hafnargallerí
1989 Safnahúsið Sauðárkróki
1990 Ásmundarsalur
1994 Kaffi Krókur, Sauðárkróki
1995 Stefnumót listar og trúar, Hafnarborg
1995 Stöðvarfjörður
1996 16th Mini Print International Cadagues
1996 List gegn vímu, Gallerí Geysir
1996 8 + 40 = 48, Gallerí Fold
1996 Englar og bjöllur, Gallerí Smíðar & Skart
1996 Gallerí Allra Handa, Akureyri
1997 Innlit í Smíðar & Skart
1997 17th Mini Print International Cadaques
1997 3. Praha Graphic ’97, Prag
1997 Gyðjur og Gassar, Gallerí Smíðar & Skart
1998 Seljakirkja
1999 Íslensk grafík 30 ára, Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn
2000 FB 25 ára Gerðuberg
2003 23th Mini Print International, Cadaques
2003 Listasafn Færeyja, Færeyjum
2004 Bókverk-Bókalist, Handverk og Hönnun
2004 Bókverk-Bókalist, Listasafn Árnesinga, Hveragerði
2004 “Í dimmunni” GÍF, grafíksýning á vegum Íslenskrar Grafíkur
2005 Gullkistan 2005, listahátíð Laugarvatni
Annað
Eins og kemur fram í ferilskránni er ég útskrifuð úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hef unnið eingöngu í myndlistinni frá 1994. Myndirnar eru unnar á koparplötur og ættar í sýru, þrykktar á Salland pappír og síðan handlitaðar með vatnslit, svo í raun er engin mynd alveg eins. Upplagið er aldrei fleiri en 25 myndir, oftast 15-20. Einkenni myndanna minna hefur verið fólkið (verurnar) í myndunum, persónulausar verur sem tákna meira tilfinninguna til náttúrunnar en endilega verur.
Einnig hef ég unnið á mjög þunnan pappír vatnslitaþrykk. Þ.e. myndin er máluð með vatnslit á gler, örþunnur pappír úðaður vatni og lagður yfir máluðu myndina á glerinu og rúllar yfir með valsi. Þetta er endurtekið aftur og aftur þar til ég er sátt við myndina. Þá er hún látin þorna á glerinu og þar sem ég nota sterkan, þunnan pappír (Seiden-Kokonpappír) þá get ég losað myndina af glerinu þegar hún er alveg orðin þurr án þess að pappríinn rifni. En þar sem mikið vatn er notað með litnum getur útfærslan stundum breyst þegar myndin er að þorna og oftar en ekki er kannski bara pollur á gólfinu en lítið af mynd eftir á glerinu. En þetta er ótrúlega spennandi.
Ég hef starfað ásamt fleirum á Grafíkvinnustofunni Áfram veginn. Áfram veginn var stofnað 1988 af útskriftarnemum úr grafíkdeild MHÍ 1988. Nafnið á hópnum varð til vegna þess að við létum síbyljuspólu hljóma á sýningunni með söng Stefáns Íslandi þar sem hann söng Ökuljóð (Áfram veginn í vagninum ek ég……) Við keyptum stóra og góða grafíkpressu, hitaplötu og plötuhníf saman og opnuðum verkstæði í bílskúr við Drápuhlíð þá um haustið. Síðan þá hefur verkstæðið flutt í kjallara í bakhúsi við Laugaveg 27 (þar var áður – í gamla, gamla daga Fiskbúðin Sæbjörg), þaðan í Handverkshúsið Þingholtsstræti 5 og 1994 fluttum við í bakhús við Laugaveg 1. Hópurinn hefur breyst frá 1988 og nú er ég síðasti “Geirfuglinn” í hópnum. Reyndar er ég búin að segja mig úr hópnum og mun hætta með þeim þegar nýr meðlimur finnst í minn stað. Ég hef verið með vinnustofu heima líka. Nú ætla ég að helga mig “vatnslitaþrykkinu” nema ég hef breytt úr vatnslitum í akrýlliti. Enn er þetta allt á tilraunastigi en mjög spennandi. Mér hefur fundist undanfarið að myndirnar mínar séu komnar á svo marga staði að það sé bæði hollt fyrir mig og aðra að breyta til. Svo lifum við bara einu sinni og það er sagt að maður eigi að láta drauma sína rætast og nú ætla ég að láta minn draum rætast – að vinna við það sem mér finnst svo spennandi.