Æja hefur stundað nám í helstu listskólum landsins, hún hóf nám í skúlptúradeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og þaðan fór hún í skúlptúradeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands.
Einnig lærði hún i málaradeild Myndlistaskóla Reykjavíkur. Æja byrjaði listferil sinn í leirlist en eftir því sem tíminn leið hefur hún fært sig alfarið yfir í málverkið.
Nám
1981 Stúdent af listasviði FB
1979-1981 og 1983-1984 Skúlptúradeild Myndlistarskóla Reykjavíkur
1982-1985 Skúlptúradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1989 Leirlist hjá Ásrúnu Tryggvadóttur
1994 Glersteypa hjá Jónasi B Jónassyni glerlistamanni
1996-1997 Málaradeild myndlistaskólans í Reykjavík
2000 Lagskipt málverk, Listaháskóli Íslands
2000 Sílikonsteypa, Listaháskóli Íslands
2004 Listaheimspeki, Listaháskóli Íslands
2004 Málun Accademia Del Giglio Florenz Ítalía