Skip to main content
Close Search
Gallerí List
search
Menu
  • Listamenn
  • Fróðleikur
  • Um okkur
    • Um Galleríið
    • Staðsetning
    • Fréttir
  • Hafa samband
  • English
  • search
  • Menu

Gler

    Share
    Share Share Share Pin
    Love0

Gler getur orðið til í náttúrunni þegar eldingu slær niður í sand eða við viss skilyrði i eldgosum. Grunnefnið í öllu gleri er sandur sem er bráðinn og snöggkólnar án þess að mynda krystalla. Rúðugler er ekki það sama og gler sem er notað við blástur eða það sem mótað er á einhvern hátt í skúlptúra. Rúðugler harðnar mjög fljótt og þess vegna er erfitt að móta það eða leika sér með það. Hægt er að bæta ýmsum efnum við glerið til að lengja þann tíma sem það tekur að harðna. Á tímabili var blý notað í það en það er ekki lengur gert í svo stórum stíl sem áður þar sem það getur haft mengandi áhrif á umhverfið.

Hægt er að lita gler með ýmsum aðferðum t.a.m. að blanda litnum í það á meðan það er heitt. Miserfitt þykir að ná fram hinum ýmsu litum og sem dæmi má nefna að erfitt þykir að ná fram appelsínugulu og rauðu en blár og gulur eiga að vera auðveldari. Aðrar aðferðir við að lita gler er hreinlega að mála það eftir að það hefur verið unnið í ofni og má þar nefna t.a.m. gyllingu sem sett er á eftir að glerhluturinn er tilbúinn.

Gler er hægt að setja í mót, en það er mjög erfið vinnsla á gleri, og verður að vinna inni í ofninum. Mótið er stundum gert úr gifsi og eftir að það hefur verið notað einu sinni verður að eyðileggja það með því að brjóta það utan af sjálfu glerinu.

Aðrar vinnsluaðferðir eru t.a.m. að pressa glerið í mót þannig að úr verða lágmyndir og einnig að blása glerið. Glerblástur krefst mikillar færni og einnig að yfirleitt komi þar fleiri að verki en einn.

Í gegnum tíðina hefur gler verið nýtt bæði sem nytjahlutir eins í vatnsglös, en einnig í skúlptúra þar sem listamaðurinn hefur leikið sér með formið og efnið og möguleika þess. Tékkneskir glerlistamenn eru meðal þeirra fremstu í heiminum við að móta gler í hin ótrúlegustu form og má benda á listamennina Stanislav Libensku og Jaroslava Brychtovà í því sambandi. Einnig hefur Bandaríkjamaðurinn Dale Chihuly gert magnaða skúltpúra úr gleri.

Ýtarefni um gler: Grove Art Online: www.groveart.com. Mamiya og Tansey, 2001, Gardner’s Art through the ages. Harcourt College Publishers, New York.

  • Previous Project
  • Next Project
Skrá mig á póstlistann Já Takk >

Velkomin í Skipholt 50A

Eitthvað alveg einstakt!

Gallerí List sérhæfir sig í einstökum verkum eftir einstaka listamenn. Hjá okkur finnur þú eitthvað alveg einstakt!

Að jafnaði eru verk eftir 60 til 80 listamenn til sýnis og lögð er áhersla á að þjóna sem breiðustum hópi viðskiptavina. Við erum með listaverk í öllum verðflokkum.

Opnunartímar

Mánudaga til föstudaga kl. 11-18
Laugardaga kl. 11-16

Hafa samband

Vinsamlega hafið samband með tölvupósti á gallerilist@gallerilist.is eða í síma 581 4020

ABOUT SALIENT

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Sed in euismod nisi.
Cras at ultrices erat, sed vulputate eros. Nunc at augue gravida est fermentum vulputate. Pellentesque et ipsum in dui malesuada tempus. Donec pellentesque.

Instagram

Instagram has returned invalid data.

Fylgstu með :-)

Vertu vinur okkar á Facebook

Facebook Pagelike Widget

Vefsíðugerð og hýsing | Allra Átta

  • facebook
Close Menu
  • Listamenn
  • Fróðleikur
  • Um okkur
    • Um Galleríið
    • Staðsetning
    • Fréttir
  • Hafa samband
  • English

VELKOMIN Í GALLERÍLIST

  • Listamenn
  • Fróðleikur
  • Um okkur
    • Um Galleríið
    • Staðsetning
    • Fréttir
  • Hafa samband
  • English
  • facebook
  • instagram

eitthvað alveg einstakt!