Grafík snýst um að færa blek af plötu yfir á pappír. Elsta form grafíkur er tréristan. Þar er ekki þörf fyrir sérstaka pressu við þrykkinguna. Grafíktæknin olli byltingu í heiminum, bæði innan listarinnar sem og við prentun bóka, því með henni var hægt að gera margar nákvæmlega eins myndir og dreifa þeim um stórt svæði án mikillar fyrirhafnar. Grunntæknin við grafík byggir á að mynd er rist í koparplötu eða annað hart efni, bleki er nuddað ofan í línurnar og platan þrykkt á pappír með hjálp pressu.
Alltaf verður að hafa í huga þegar unnið er með grafík að sú mynd sem skorin er út á plötuna verður að spegilmynd sinni þegar búið er að prenta hana. Fólk sem er til hægri á endanlegri mynd á pappírnum hefur upphaflega verið til vinstri þegar verið er að vinna á plötunni.
Hér á eftir fylgja nánari lýsingar á mismunandi aðferðum innan grafíkur.