Form hafa oft mjög ákveðna þýðingu. Allt í kringum okkur byggist á formum, hringur, ferningar, þríhyrningar og önnur form eru í umhverfinu. Hringurinn er talinn það fullkomnasta af öllum formum. Hann táknar eilífðina þar sem hann hefur enga byrjun og engan endi. Í trúarlegri list er hringurinn tákn fyrir guð og var oft notaður sem grunnplan fyrir kirkjur.
Þríhyrningur er einnig mjög trúarlegt tákn þar sem auðveldlega er hægt er að lesa þríeininguna út úr honum. Þríhyrningurinn er oft notaður við uppbyggingu á myndum þar sem hann skapar ákveðna spennu en heldur þó ákveðinni ró í myndunum.
Ferhyrningurinn er tákn hins jarðneska í kristinni myndlist, þar sem hornin eru fjögur líkt og höfuðáttirnar og árstíðirnar eru fjórar. Gaman er að skoða kirkjur og veraldlegar byggingar með hring og ferhyrning í huga sem tákn fyrir hið heilaga og hið jarðneska.
Fimmhyrningur táknar 5 sár Krists og er verndandi tákn.
Ýtarefni um form og merkingu þeirra: Lise Gotfredsen, 2001, Billedets formsprog. Gads forlag, Kaupmannahöfn. George Ferguson, 1954, Signs & Symbols in Christian art. Oxford University Press, London.