Mæja
Mæja lauk myndlistarnámi sínu árið 1996, en ásamt því hefur hún lært margmiðlun og þrívíddargrafík. Verk Mæju eru þekkt fyrir að vera glaðleg og litrík. Í verkum hennar koma fram menn sem eru álfar eða álfar sem eru menn. Mæja segist alltaf hafa trúað á álfa og segir þá góða leið til að túlka tilfinningar og mannleg samskipti. Einnig færa þeir fólki frelsi, náttúru, ást, gleði og frið, sem er boðskapur verka hennar.
Þegar ég var lítil stelpa átti ég stein sem heitir Stóri steinn og er í Fossvogi. Það voru spunnar ýmsar sögur um steininn og álfana sem í honum bjuggu. Ég lék mér mikið við steininn og klifraði upp á hann og sat þar kannski heillengi. Ég hef alltaf trúað á álfa og bar mikla virðingu fyrir Stóra stein.
Svo hefur þetta fylgt mér síðan.. og í dag mála ég álfa alla daga.
Álfarnir eru líka góð leið til að túlka tilfinningar og mannleg samskipti.
Þeir færa fólki frelsi,náttúru, ást og gleði. Það er boðskapurinn með myndunum.Mæja