Sigríður Anna Garðarsdóttir grafískur hönnuður og myndlistakona hélt sína fyrstu einkasýningu “Upphafið” í Gallerí List árið 2007.
Sigríður Anna er fædd 1970 og útskrifaðist frá myndlistarbraut Fjölbautaskóla Breiðholts 1990. Árið 1994 flutti Sigríður til Kaupmannahafnar þar sem hún sinnti myndlist meðfram annari vinnu. 1998 hóf hún nám við Kunstskolen pa Norrebro og lauk síðan námi í Grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2004.