Skorið er í dúk eða tré. Lit penslað á og mynd þrykkt á pappír. Þegar unnið er með tréristu verður maður að vera meðvitaður um að það sem er skorið frá verður hvítt/ólitað á sjálfri myndinni.
Þýskir expressjónistar nýttu sér þennan miðil mikið. Enda hentaði hann tilfinningaríkri list þeirra mjög vel, þar sem ljótleiki samfélagsins var oft sýndur á ýktan máta.