Sigurbjörn Jónsson
Sigurbjörn Jónsson nam við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands á árunum 1978-1982. Að því búnu fór hann til New York, fyrst í Parsons School of Design 1984-1986 þar sem hann lauk MFA gráðu í málun, og síðan í New York Studio School of Drawing, Painting and Sculpture 1986-1987.
Sigurbjörn hefur haldið margar einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis, t.d. Gallerí Borg 1993 og 1994, Gerðarsafn í Kópavogi árið 1996, Unibank Gallery í New York árið 1999 og Hafnarborg í Hafnarfirði árið 2001.
Fjöldi verka eftir hann er í opinberri eigu sem og í eigu stærri fyrirtækja.
Nám
1978-82 Myndlista- og handíðaskóli Íslands
1984-86 Parsons School of design, New York, Master of Fine Arts Program
1986-87 New York Studio Scool of Drawing, Painting and Sculpture, NY.
Einkasýningar
2001 Hafnarborg, Hafnarfjörður
1999 Unibank Gallery, New York
1997 Gerðarsafn, Kópavogi
1994 Gallerí Borg, Reykjavík
1994 Listhúsið Þing, Akureyri
1993 Gallerí Borg, Reykjavík
1992 Nýhöfn, Reykjavík
1991 Gallerí G15, Reykjavík
1990 Nýhöfn, Reykjavík
1988 University Press Books, New York